Aldrei meiri hætta steðjað að íbúum Amazon

Frans páfi segir frumbyggja á Amazon-svæðinu aldrei hafa verið í jafn mikilli hættu og nú á dögum. Hann krafðist þess að bundinn verði endi á rányrkju timburs, gulls og gastegunda á svæiðnu.

 Fulltrúar um 400 frumbyggjaþjóða í Perú mættu á fund páfa í borginni Puerto Maldonado í Amazon-frumskóginum. Þar breiddi páfinn út boðskap sinn frá árinu 2015 um að vernda verði Amazon. Hann sagði íbúa svæðisins verða að láta rödd sína heyrast. Rjúfa verði þá sögulegu ímynd að Amazon sé óþrjótandi uppspretta auðlinda fyrir önnur ríki, þar sem réttindi íbúa svæðisins eru virt að vettugi, hefur Guardian eftir páfa.

Þúsundir íbúa Amazon fóru á fund páfa. Vonuðust flestir til þess að Frans páfi kallaði eftir því að stjórnvöld í Perú færðu þeim formlega yfirráð yfir 200 þúsund ferkílómetra landsvæðis. Þá vildu þeir að páfinn beitti þrýstingi til þess að kvikasilfursmengaðar ár yrðu hreinsaðar. Páfinn beindi sjónum sínum að nauðsyn þess að vernda frumbyggja sem vilja búa á einangruðu landsvæði á landamærum Perú að Bólivíu og Brasilíu. Ekki ætti að líta á þá sem hálfgert sögusafn um fyrri lifnaðarhætti.

Brazil_topo

Ivan Lanegra, fyrrverandi ráðherra málefna frumbyggja í Perú, sagði það þjóðarskömm að hvorki núverandi né fyrrverandi forsetar Perú hafi nokkurn tímann talað jafn opinskátt og Frans páfi gerði í gær.

Andrew Miller, starfsmaður Amazon Watch, óháðra samtaka um vernd regnskógarsvæðisins, sagði ræðu páfa hafa farið dýpra í fyrri ummæli hans um réttindi frumbyggja og vernd Amazon. Spurningin sé hins vegar sú hvort hann mæli á sama hátt þegar hann ræðir við stærri hóp hlustenda í Lima og í samtölum við ráðamenn.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: