Uppruni Íslendinga
Þann 31. maí 2018 var haldin áhugaverður fundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar um uppruna Íslendinga og nýjar erfðafræðirannsóknir á því málefni. Jafnframt kom út í tímaritinu Science ritstýrð grein mannfræðinganna Sunnu Ebenesarsdóttur og Agnars Helgasonar ásamt Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Meginniðurstaða fundarins var að sá hópur sem kom frá Bretlandseyjum eða 43% hafi verið af blönduðum uppruna norrænna manna og keltneskra. Sá hópur blandaðist þeim norræna hópi sem kom beint frá Noregi og öðrum landsvæðum í Skandinavíu en þeir voru um 57% landnámsmanna. Vopnaskak, fátækt, farsóttir og kúgun hefur síðan breytt þessari mynd þannig að í dag eru Íslendingar komnir að 70% af norrænu fólki.
Sjá meira í frétt Vísis http://www.visir.is/g/2018180539662/thattur-kelta-virdist-hafa-verid-vanmetinn-i-landnami-islands

Margt í menningu og umhverfi Íslendinga ber vitni um meiri keltnesk (gelísk) áhrif en oft er talið. Örnefni eru mörg hver af keltneskum uppruna ásamt öðrum orðaforða sem tengist landbúnaði og trúarbrögðum. Lengi hefur verið vitað að ritmenning Íslendinga á sér keltneskan uppruna og ýmislegt í þjóðtrú landsmanna sömuleiðis. Má þar einna helst nefna trúna á álfa, tröll og huldufólk. Orð yfir dýr og fiska eru sömuleiðis af keltneskum uppruna. Margt í grunnorðaforðanum er líka sótt í gelísk tungumál, eins og strákur, stelpa, æska, elli, heili.
Sjá meira í frétt Vísis http://www.visir.is/g/2016160229669/keltnesk-ahrif-vanmetin-i-menningu-islendinga

Leiða má að því líkur að ekki bara hafi Keltar verið tæpur helmingur landnámsmanna, heldur líka að keltneskir landnámsmenn hafi verið hér fyrr á ferðinni til að setjast að í landinu. Seinna meir hafi norrænir menn komið hér, sest að og orðið ráðandi hópur í hinu nýja landnámssamfélagi. Í þeirri samfélagsskipan sem þá myndaðist tóku norrænir menn upp örnefni þess keltneska fólks sem fyrir var.

Landnám Íslands gæti einnig verið mun eldra en áður hefur verið talið. Á Reykjanesi og á Stöðvarfirði hafa fundist minjar um veiðistöðvar sem voru á Íslandi mun fyrr en landnámsöld um 870 er talin hefjast eða um 670 og 770. Út frá þessum veiðistöðvum voru nýttar afurðir rostunga, hvala og sela ásamt fisk og fugli. Rostungstennur og skinn seldust á háu verði á mörkuðum Evrópu og gerði hættulega siglingu til Íslands arðbæra.
Sjá meira í frétt Vísis http://www.visir.is/g/2016160219210/skyrar-visbendingar-um-veidistod-fyrir-landnam

Að síðustu má nefna erfðafræðirannsóknir þær sem sýna lítilsháttar skyldleika Íslendinga við Indíána í Norður-Ameríku. Hvaðan sú blóðblöndun kemur er ekkert að finna í sagnfræðilegum heimildum annað en siglingar norrænna manna til Grænlands og misheppnuð landnámstilraun í Norður-Ameríku. Þær fornleifar sem fundist hafa gefa hins vegar til kynna að tengsl hinna norrænu manna við innfædda í Ameríku hafi verið mun meiri en áður hefur verið talið. Svo virðist sem verslunartengsl hafi myndast við innfædda á svæðunum vestast við Hudsonflóa. Sá skáli sem fannst á Nýfundnalandi ásamt öðrum nýlegum fornleifafundi eru sterkar vísbendingar um að vera norrænna manna hafi ekki verið eins stutt og tilviljanakennd og Íslendingasögur gefa til kynna, heldur umfangsmeiri og langvinnari. Hversu mikil fáum við vonandi svör við á næstu árum.

Like this:
Like Loading...
Related
Uppruni Íslendinga
Posted on 1. June, 2018 by Man in the World
Leave a Comment
Þann 31. maí 2018 var haldin áhugaverður fundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar um uppruna Íslendinga og nýjar erfðafræðirannsóknir á því málefni. Jafnframt kom út í tímaritinu Science ritstýrð grein mannfræðinganna Sunnu Ebenesarsdóttur og Agnars Helgasonar ásamt Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Meginniðurstaða fundarins var að sá hópur sem kom frá Bretlandseyjum eða 43% hafi verið af blönduðum uppruna norrænna manna og keltneskra. Sá hópur blandaðist þeim norræna hópi sem kom beint frá Noregi og öðrum landsvæðum í Skandinavíu en þeir voru um 57% landnámsmanna. Vopnaskak, fátækt, farsóttir og kúgun hefur síðan breytt þessari mynd þannig að í dag eru Íslendingar komnir að 70% af norrænu fólki.
Sjá meira í frétt Vísis http://www.visir.is/g/2018180539662/thattur-kelta-virdist-hafa-verid-vanmetinn-i-landnami-islands
Margt í menningu og umhverfi Íslendinga ber vitni um meiri keltnesk (gelísk) áhrif en oft er talið. Örnefni eru mörg hver af keltneskum uppruna ásamt öðrum orðaforða sem tengist landbúnaði og trúarbrögðum. Lengi hefur verið vitað að ritmenning Íslendinga á sér keltneskan uppruna og ýmislegt í þjóðtrú landsmanna sömuleiðis. Má þar einna helst nefna trúna á álfa, tröll og huldufólk. Orð yfir dýr og fiska eru sömuleiðis af keltneskum uppruna. Margt í grunnorðaforðanum er líka sótt í gelísk tungumál, eins og strákur, stelpa, æska, elli, heili.
Sjá meira í frétt Vísis http://www.visir.is/g/2016160229669/keltnesk-ahrif-vanmetin-i-menningu-islendinga
Leiða má að því líkur að ekki bara hafi Keltar verið tæpur helmingur landnámsmanna, heldur líka að keltneskir landnámsmenn hafi verið hér fyrr á ferðinni til að setjast að í landinu. Seinna meir hafi norrænir menn komið hér, sest að og orðið ráðandi hópur í hinu nýja landnámssamfélagi. Í þeirri samfélagsskipan sem þá myndaðist tóku norrænir menn upp örnefni þess keltneska fólks sem fyrir var.
Landnám Íslands gæti einnig verið mun eldra en áður hefur verið talið. Á Reykjanesi og á Stöðvarfirði hafa fundist minjar um veiðistöðvar sem voru á Íslandi mun fyrr en landnámsöld um 870 er talin hefjast eða um 670 og 770. Út frá þessum veiðistöðvum voru nýttar afurðir rostunga, hvala og sela ásamt fisk og fugli. Rostungstennur og skinn seldust á háu verði á mörkuðum Evrópu og gerði hættulega siglingu til Íslands arðbæra.
Sjá meira í frétt Vísis http://www.visir.is/g/2016160219210/skyrar-visbendingar-um-veidistod-fyrir-landnam
Að síðustu má nefna erfðafræðirannsóknir þær sem sýna lítilsháttar skyldleika Íslendinga við Indíána í Norður-Ameríku. Hvaðan sú blóðblöndun kemur er ekkert að finna í sagnfræðilegum heimildum annað en siglingar norrænna manna til Grænlands og misheppnuð landnámstilraun í Norður-Ameríku. Þær fornleifar sem fundist hafa gefa hins vegar til kynna að tengsl hinna norrænu manna við innfædda í Ameríku hafi verið mun meiri en áður hefur verið talið. Svo virðist sem verslunartengsl hafi myndast við innfædda á svæðunum vestast við Hudsonflóa. Sá skáli sem fannst á Nýfundnalandi ásamt öðrum nýlegum fornleifafundi eru sterkar vísbendingar um að vera norrænna manna hafi ekki verið eins stutt og tilviljanakennd og Íslendingasögur gefa til kynna, heldur umfangsmeiri og langvinnari. Hversu mikil fáum við vonandi svör við á næstu árum.
Share this:
Like this:
Related
Category: Native Americans, Political Commentary, ScandinaviansTags: Celts, culture, DNA, Icelanders, Native Americans, Nordics
Authors
Calendar
Categories